Valmynd
Loka
PAXLOVID® hefur fengið skilyrt markaðsleyfi innan Evrópusambandsins til meðferðar við vægum eða miðlungi alvarlegum COVID-19 sjúkdómi hjá fullorðnum sjúklingum með jákvæða niðurstöðu úr SARS-CoV-2 veiruprófi, sem eru í mikilli hættu á að sjúkdómurinn versni og verði alvarlegur þannig að hann leiði til sjúkrahússinnlagnar eða dauða.
Þann 19. september 2022 var nýtt geymsluþol fyrir PAXLOVID® samþykkt í Evrópusambandinu (ESB).
Upplýsingar um lyfið PAXLOVID® filmuhúðaðar töflur hafa verið uppfærðar með nýju geymsluþoli, sem hefur verið framlengt úr 1 ári í 18 mánuði. Geymsluskilyrðin „Geymið ekki við hærri hita en 25 °C. Ekki geyma í kæli eða frysta" eru óbreytt.
Þessi 6 mánaða framlenging á við um vöru sem framleidd er eftir þennan samþykktardag, þar með talið þær lotur sem eru tímabundið leyfðar til dreifingar á landsvísu áður en markaðsleyfi er veitt.
Auk þess má nota þessa 6 mánaða framlengingu á geymsluþoli afturvirkt á PAXLOVID® sem framleitt var fyrir þetta samþykki.
Öskjur með fyrningardagsetningu 11/2022 til 05/2023 prentaðar á öskjuna eða þynnurnar, mega vera í notkun í 6 mánuði eftir prentaða dagsetningu, svo lengi sem viðurkenndum geymsluskilyrðum „Geymið ekki við hærri hita en 25 °C. Ekki geyma í kæli eða frysta“ hefur verið viðhaldið.
Uppfærðar fyrningardagsetningar eru sýndar hér að neðan.
Áletruð dagsetning |
Uppfærð fyrningardagsetning |
|
---|---|---|
Nóvember 2022 |
Maí 2023 |
|
Desember 2022 |
Júní 2023 |
|
Janúar 2023 |
Júlí 2023 |
|
Febrúar 2023 |
Ágúst 2023 |
|
Mars 2023 |
September 2023 |
|
Apríl 2023 |
Október 2023 |
|
Maí 2023 |
Nóvember 2023 |
Ósvikið PAXLOVID® frá Pfizer er með heiti Pfizer letruðu á öskjuna og er pakkað í 5 álþynnur. Til að tryggja að töflurnar séu ósviknar á að aðgæta texta sem þrykktur er í báðar hliðar þeirra. Nirmatrelvir töflurnar eru bleikar, sporöskjulaga og þrykktar með „PFE“ á annarri hliðinni og „3CL“ á hinni hliðinni. Ritonavir töflurnar eru hvítar til beinhvítar, hylkislaga og þrykktar með „H“ á annarri hliðinni og „R9“ á hinni hliðinni.
Askjan er með litlausri, gljáandi húð, með heiti og merki Pfizer síendurteknu um allan flötinn. Heiti og merki Pfizer eru með mattri áferð til aðgreiningar.
Fliparnir á endum öskjunnar eru límdir niður, til að innsigla pakkann.
Ef grunur er um að þú hafir fengið afhent falsað PAXLOVID® á að hafa samband við Pfizer hjá www.icepharma.is eða í síma 540-8000.
Þessi vefsíða er eingöngu ætluð heilbrigðisstarfsmönnum. Mismunandi upplýsingar gætu átt við um þau lyf sem nefnd eru á vefsíðunni í mismunandi löndum. Upplýsingarnar á þessari vefsíðu eru eingöngu veittar í fræðsluskyni.
Þessar vefsíður eru ekki ætlaðar sjúklingum eða almenningi.
Ég staðfesti að ég er heilbrigðisstarfsmaður á Íslandi.
Ef þú smellir á Nei munt þú flytjast á vefsíðuna covid19oralrx.com, þar sem finna má upplýsingar um PAXLOVID® (nirmatrelvir; ritonavir), nirmatrelvir er einnig þekkt sem PF-07321332