Valmynd

Loka

Ítarefni
Milliverkanaleit
PAXLOVID® (nirmatrelvir; ritonavir) hefur fengið markaðsleyfi á Íslandi, nirmatrelvir er einnig þekkt sem PF-07321332

PAXLOVID® hefur fengið skilyrt markaðsleyfi innan Evrópusambandsins til meðferðar við vægum eða miðlungi alvarlegum COVID-19 sjúkdómi hjá fullorðnum sjúklingum með jákvæða niðurstöðu úr SARS-CoV-2 veiruprófi, sem eru í mikilli hættu á að sjúkdómurinn versni og verði alvarlegur þannig að hann leiði til sjúkrahússinnlagnar eða dauða.

Samantekt á eiginleikum lyfs (SmPC) Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúklinga Trygging fyrir því að lyfið sé ósvikið Milliverkanaleit Tilkynna aukaverkun
Blue Box upplýsingar
Vnr. 59 14 88
Framlenging geymsluþols

Þann 19. september 2022 var nýtt geymsluþol fyrir PAXLOVID® samþykkt í Evrópusambandinu (ESB).

Upplýsingar um lyfið PAXLOVID® filmuhúðaðar töflur hafa verið uppfærðar með nýju geymsluþoli, sem hefur verið framlengt úr 1 ári í 18 mánuði. Geymsluskilyrðin „Geymið ekki við hærri hita en 25 °C. Ekki geyma í kæli eða frysta" eru óbreytt.

Þessi 6 mánaða framlenging á við um vöru sem framleidd er eftir þennan samþykktardag, þar með talið þær lotur sem eru tímabundið leyfðar til dreifingar á landsvísu áður en markaðsleyfi er veitt.

Auk þess má nota þessa 6 mánaða framlengingu á geymsluþoli afturvirkt á PAXLOVID® sem framleitt var fyrir þetta samþykki.


Öskjur með fyrningardagsetningu 11/2022 til 05/2023 prentaðar á öskjuna eða þynnurnar, mega vera í notkun í 6 mánuði eftir prentaða dagsetningu, svo lengi sem viðurkenndum geymsluskilyrðum „Geymið ekki við hærri hita en 25 °C. Ekki geyma í kæli eða frysta“ hefur verið viðhaldið.

Uppfærðar fyrningardagsetningar eru sýndar hér að neðan.

Áletruð dagsetning

Uppfærð fyrningardagsetning

Nóvember 2022

Maí 2023

Desember 2022

Júní 2023

Janúar 2023

Júlí 2023

Febrúar 2023

Ágúst 2023

Mars 2023

September 2023

Apríl 2023

Október 2023

Maí 2023

Nóvember 2023

Trygging fyrir því að PAXLOVID® sé ósvikið

Ósvikið PAXLOVID® frá Pfizer er með heiti Pfizer letruðu á öskjuna og er pakkað í 5 álþynnur. Til að tryggja að töflurnar séu ósviknar á að aðgæta texta sem þrykktur er í báðar hliðar þeirra. Nirmatrelvir töflurnar eru bleikar, sporöskjulaga og þrykktar með „PFE“ á annarri hliðinni og „3CL“ á hinni hliðinni. Ritonavir töflurnar eru hvítar til beinhvítar, hylkislaga og þrykktar með „H“ á annarri hliðinni og „R9“ á hinni hliðinni.

Askjan  er  með  litlausri,  gljáandi  húð,  með  heiti  og merki Pfizer síendurteknu um allan flötinn. Heiti  og merki Pfizer eru með mattri áferð til aðgreiningar.

Fliparnir á endum öskjunnar eru límdir niður, til að innsigla pakkann.

Ef grunur er um að þú hafir fengið afhent falsað PAXLOVID® á að hafa samband við Pfizer
 hjá www.icepharma.is eða í síma 540-8000.

Næsta síða Milliverkanaleit

Þessi vefsíða er eingöngu ætluð heilbrigðisstarfsmönnum. Mismunandi upplýsingar gætu átt við um þau lyf sem nefnd eru á vefsíðunni í mismunandi löndum. Upplýsingarnar á þessari vefsíðu eru eingöngu veittar í fræðsluskyni. 

Rétthafi © 2021 Pfizer Inc. Öll réttindi áskilin. PP-CPI-GLB-0008 / PFI-22-01-02
Fyrir heilbrigðisstarfsmenn á Íslandi

Þessar vefsíður eru ekki ætlaðar sjúklingum eða almenningi.

Ég staðfesti að ég er heilbrigðisstarfsmaður á Íslandi.

Ef þú smellir á Nei munt þú flytjast á vefsíðuna covid19oralrx.com, þar sem finna má upplýsingar um PAXLOVID® (nirmatrelvir; ritonavir), nirmatrelvir er einnig þekkt sem PF-07321332

Nei